Landafræði


Í landafræði hef ég verið að læra um Evrópu. Við lásum í bókinni Evrópa álfan okkar og unnum í vinnubók.Ég fékk að velja mér tvö lönd til að fjalla um (búa til myndband og glærur). Fyrra landið sem ég valdi mér var Rúmenía sem ég gerði í Power Point (glærur)

Ég valdi Rúmeníu því ég hafði oft heyrt um það en aldrei vitað neitt um það og langaði til þess. Annað landið var Grikkland sem ég gerði í Photo Story.
Ég valdi Grikkland vegna þess að mér finnst það áhugavert land. Þegar við höfðum lokið við glærurnar og myndbandið átti ég að kynna það.

Ég vissi mjög lítið um Evrópu áður en við lærðum um hana. Það sem ég vissi áður en við lærðum um Evrópu var að Evrópa er þéttbýl, frekar lítil heimsálfa, nokkur nöfn á löndum og svo vissi ég mjög mikið um Norðurlandaþjóðirnar. Það sem ég veit núna er að það er t.d. það eru mismundandi veðurför, jarðvegurinn er öðruvísi, ég veit nokkurn veginn hvernig Evrópa lítur út og fl.

Mér fannst þetta skemmtilegt og áhugavert verkefni vegna þess að það er gaman að fá að vita um heimsálfuna sem maður býr í og löndin í kring.


Sögur Íslands

Ég var að læra um árin í Íslandssögunni frá 870 til 1490. Það sem mér fannst áhugaverðast var aðallega hvernig þeir gátu menntað sig. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðasti og merkilegasti var Guðmundur Arason sem var kallaður Guðmundur Góði vegna góðmennsku sinnar. Hann var starfandi í Skagafirði en var kosinn til að vera biskup og tók biskupsvígslu í Niðarósdómkirkju eða hann var biskup á Hólum í Hjaltadal. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup var aðallega vegna þess að mér fanst bara áhugavert að lesa um hann.


Verk og list

Við gerðum margt skemmtilegt í verk og list en það sem mér fannst standa upp úr var saumar. Mér fannst það mjög skemmtilegt vegna þess að ég hef mikinn áhuga á saumum. Við gerðum náttbuxur í saumum þetta árið og það var frekar skemmtilegt og áhugavert. Við fengum að velja efni í náttbuxurnar, fengum að teikna snið á buxurnar og sumuðum þær með saumavél. 


-Valdís Auður ! =)
 


Jarðvísindi

Við í 6. bekk vorum skipt í þrjá hópa. Við fórum á þrjár mismunandi stöðvar (Ensku, Samfélagsfræði og Náttúrufræði). Þegar við fórum í Jarðvísindi (Náttúrufræði) hjá Önnu áttum við að gera Power Point um eldfjöll. Við vorum tvö og tvö saman og ég var með Helgu Jónu. Við ákvöðum að gera Surtsey í Power Point. Tíminn var lítill en þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni.
Hérna kemur útkomman;

 


Val og Hringekja

Við í 6. og 5. bekk fórum í val og hringekju. Í henni gerðum við t.d. tilraunir, fjölluðum um marga merkilega menn, um hætturnar á netinu og svo mætti lengi telja. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugarvert og mér finnst að valið og hringekjan meigi halda áfram. Mér finnst þetta allt mjög áhugavert og það er alltaf gaman að læra einhvað nýtt. Það sem mér fannst standa uppúr var þegar við lærðum um Martin Luther King, vegna þess að mér fannst hann vera mjög merkilegur maður og þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst mjög gaman að læra um merkilega menn í Valinu            
                           

 

 


Finnland

Síðast liðnar vikur höfum við í 6.bekk verið að læra um Norðurlöndin. Við lærðum um helstu einkenni landanna. Það var mjög skemmtilegt og áhugavert að læra um Norðurlöndin og það er mjög margt sem við lásum um sem ég hafði ekki hugmynd um að væri einkenni Norðurlandanna. Ég væri til í að læra meira um þessi lönd og fá að kynnast þeim betur. Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi verkefni. Við fengum að velja eitt land af Norðurlöndunum. Ég valdi mér Finnland af því að mér finnst það vera merkilegt land og svo margt frægt sem kemur frá Finnlandi. Við máttum velja hvort við skrifuðum um löndin í Movie Maker eða Power Point. Ég valdi mér að skrifa um landið í Movie Maker. Hér er það:


Þemavikan

Þann 16. mars til 20. mars var þemavika hjá 5, 6 og 7 bekk. Við fórum í 5 heimsálfur og kynntumst þeim betur. Ég fór fyrst í Suður-Ameríku. Þar lærðum við mikið um list og við teiknuðum mynd af verkum þeirra eða guði þeirra. Næst fórum við í Afríku,þar lærðum við sérstakan afrískan dans sem var mjög skemmtilegur, við teiknuðum líka mynd í afrískum stíl. Í Eyjaálfu (Ástralíu) gerðum við boomerang sem við máluðum og skreyttum. Boomerang var notað til að veiða dýr. Mér fannst margt standa uppúr í Asíu en skemmtilegast var þegar við lærðum filipiskan þjóðdans. Í Norður-Ameríku gerðum við vef sem á að rekja burt illa anda, það var mjög skemmtilegt. Mér fannst Asía standa mest uppúr, því að það var svo fjölbreytt. Mér fannst þetta mjög gaman og ég vona að við fáum að gera slíkt aftur.     


Snorri Sturluson

snorri_sturluson_230903Við í 6. bekk í Ölduselsskóla höfum verið að fræðast um áhuguverðann mann sem heitir Snorri Sturluson sem var uppi á 13 öld. Í þessu verkefni höfum við lesið bókina Snorrasaga. Mér finnst hún mjög áhugaarverð saga og mér finnst merkilegt að læra um menn sem hafa verið merkilegir mjög lengi.  Við fórum í ferð til Reykholts að læra um slóðir þar sem Snorri var. Séra Geir sagði okkur mjög margt um Snorra og hann er einn af þeim sem veit mest um Snorra.
Mér fannst merkilegt hvernig t.d. Sturlungar reyna mikið að stækka veldi sitt og svæði.
Einar Kárason kom hingað í Ölduselsskóla og sagði okkur mjög margt um Snorra og félaga hans.

Mér finnst mjög gott að vita einhvað um Snorra, í stað þess að vita ekkert.
Ég væri til í að læra um fleirri merkilega menn.

 

Snorraleikrit

Við gerðum einnig leikrit um Snorra Sturluson. Það var mjög gaman og mjög fræðandi. Við lærðum söguna betur og það var mjög fjölreytt og svakalega skemmtilegt að leika það og horfa á það. Við bjuggum til handritið sjálf. Okkur var skipt í jafn marga hópa og kaflarnir eru í bókinni. Hver hópur gerði handrit um kaflann sem hann fékk. Svo fengum við hlutverkin. Ég var Sighvatur sem er bróðir Snorra. Það var gaman að leika þetta og ég væri mjög til í að gera þetta aftur!


Eglu verkefni

Við í 6. bekk vorum að vinna í Eglu verkefnum. Okkur var skipt í hópa og ég var með Eminu og Karen í hóp. Við áttum að velja okkur 3 verkefni og við völdum okkur að gera miðaldrabæ í 3 vídd, Söguslóðir Eglu og Eglu leikföng. Svo gerðum við kynningu fyrir hina hópana. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni, þetta fræðir mann á  hátt. Mér fannst þetta mikil tilbreyting og mér fannst mjög gaman hvernig við unnum verkefnin. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að vinna í hópum en mér fannst það mjög gaman núna og ég vona að við fáum svona verkefni oftar.


Það mælti mín móðir

Hææj ! Ég var að gera myndband í skólanum um ljóðið eftir Egil Skalla-Grímsson. Mér fannst mjög gaman að vinna með þetta verkefni. Við notuðum Move maker til að búa til myndbandið. Ég notaði forritið auda sitty til að setja hljóðið inn á. Hjálpina fékk ég frá Auði (kennaranum mínum). Þetta var frábær tilbreyting á verkefnum sem við hörfum unnnið. Oftast eru þau skrifuð niður en þetta verkefni var alveg frábært. Við fengum að kynnast allskonar forritum. Hér er myndbandið mitt


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

skólabloggið mitt ^^

Höfundur

Valdís Auður
Valdís Auður

skólablogg :) 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband